Fara í efni

Um Everest

Verslunin Everest er rekin af Útiveru ehf. og hefur verið starfrækt frá árinu 2002 í Skeifunni 6, 108 Reykjavík.

Everest ferða- og útivistarverslun er rótgróið fjölskyldufyrirtæki og er rekið af áhuga og ástríðu eigenda fyrir hverskyns útivist, svo sem fjallaklifri, gönguferðum, skíðum, skautaiðkun, hjólum, hlaupum og nánast öllu sem tengist útivist og hreyfingu.

Það er okkar kappsmál að veita viðskiptavinum okkar góða persónulega þjónustu þar sem reynsla starfsfólks og góður útbúnaður vinna saman. Við leggjum okkur fram um að hafa vel valdar vörur og gæða merki sem henta þeim sem vilja verja tíma sínum í útivist og hér er hvert tjald, bakpoki, svefnpoki og annar búnaður í versluninni fullur af reynslu, áreiðanleika, gæðum, uppfinningum, góðri hönnun og besta hugsanlega notagildinu.

Versluninni er skipt niður í nokkur svæði eftir árstíðum: Útivistardeild, tjaldadeild, reiðhjóladeild, skíðadeild og gönguskíðadeild.

Öll merki verslunarinnar eiga sér langan og farsælan uppruna sem ætlað er að mæta kröfum og óskum íslenskra fjallafara, klifrara, hlaupara, ævintýrafólks, landkönnuða og útivistarunnenda. Við erum stolt af merkjunum okkar og þau helstu eru: Mammut, HEAD, Fischer, Camp, Vango, Komperdell, Craft, Swix, Nathan, OR, KV+, Edea, Risport, Klymit, Stevens bikes, Primus, Head bikes, Rudy Project, Lorpen, Gregory.

Við leitumst ávallt við að hafa sem best samstarf við ferða- og skíðafélög landsins og höfum nú enn bætt þjónustuna við félaga með því að bæta við leigubúnaði fyrir hópa jafnt sem einstaklinga.

Verið velkomin í verslunina !